Svava Jónsdóttir, skíðakennari, snyrtifræðingur og sjúkraliði á Ólafsfirði, þakkar kollageni frá Protis fyrir að vera nær laus við exem í andliti auk þess sem hár hennar og neglur vaxa nú sem aldrei fyrr.
Ég hef aldrei tekið vítamín í gegnum tíðina né haft mikla trú á þeim, en ég hef tröllatrú á kollageni. Með aldrinum hægist á framleiðslu þess í líkamanum og þá er gott að geta innbyrt það á þennan hátt,“ segir Svava Jónsdóttir, snyrtifræðingur, sjúkraliði og skíðakennari á Ólafsfirði.
Svava hefur síðustu þrjá mánuði tekið inn Protis® Kollagen.
„Mig langaði að gera eitthvað gott fyrir húðina því ég er úti við skíðakennslu mestan part vetrarins og kuldinn bæði þurrkar húðina og veldur óþægindum. Ég hef lengi átt í baráttu við exem í kringum munn og nef á veturna, bæði eftir hlaup og skíðamennsku, en það hefur alltaf lagast í sólinni þegar ég hef farið árvisst utan til Tenerife. Vegna heimsfaraldursins fór ég ekkert utan í fyrra og fann þá mun til hins verra á húðinni, en eftir að ég fór að taka inn kollagen frá Protis hefur exemið minnkað til muna, jafnvel þótt ég hafi verið úti með skíðakennsluna allan febrúar. Þetta þakka ég kollageninu því ég hef ekki gert neinar aðrar breytingar og nota alltaf sama andlitskremið sem ég flyt inn á stofuna mína,“ segir Svava.
Hún finnur líka stóran mun á hári sínu og nöglum, þótt skammt sér liðið síðan hún fór að taka inn Protis® Kollagen.
„Hárvöxtur breytist með aldrinum og eftir áfall í fyrrasumar sá orðið á hárinu mínu. Kollgenið hefur hleypt auknum vexti í það á ný og hárlos hefur minnkað. Ég er með hrokkið og svolítið villt hár og sé nú mikla endurnýjun í hárinu og ný hár koma fram og krullast,“ segir Svava.
Skíðabakterían í farteskinu
Svava er Ólafsfirðingur í húð og hár. Hún er eigandi Snyrtistofunnar Svövu, sem er eina snyrtistofan á Ólafsfirði, og auk þess sjúkraliði hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Ólafsfirði.
„Það er mikilvægt að styrkja og næra húð og hár yfir vetrartímann. Fólk sem er að eldast og stundar íþróttir og útivist leitar í næringarefni og vítamín til að flýta fyrir endurnýjun frumna og þá er kollagen frábært yngingarefni,“ upplýsir Svava.
Hún er margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og hefur undanfarna fjóra vetur boðið upp á vinsæl skíðagöngunámskeið í samstarfi við tvö stór hótel á Ólafsfirði.
„Það hefur alltaf verið mikil skíðamenning á Ólafsfirði og nú er geysimikill uppgangur í gönguskíðum. Upphaflega voru námskeiðin um helgar en nú er fólk farið að bóka sig í miðri viku líka og æðislegt að fólk sæki, læri og stundi skíðamennsku hjá okkur. Ólafsfirðingar eiga einstaklega flotta gönguskíðabraut og aðstæður til skíðaiðkunar eru um allan bæ þegar veður leyfir, í bænum sjálfum, upp með firðinum og í dölunum,“ segir Svava.
Hún segir alla geta lært á gönguskíði.
„Fólk á öllum aldri og í misjöfnu formi getur iðkað gönguskíði. Ég fæ meira að segja til mín fólk eftir stórar hrygg-, mjaðma og hnéaðgerðir. Allir fara glaðir heim og það kemur flestum á óvart hvað hægt er að hreyfa sig mjúkt og á heilbrigðan hátt án þess að þjösnast á líkamanum. Þeir fara heim með skíðabakteríuna í farteskinu og sama fólkið kemur á námskeið til mín aftur og aftur. Ég mæli svo hiklaust með Protis® Kollageni því það hefur góð áhrif á allan líkamann, liði, vöðva og endurheimt.“
Geinin birtist í Fréttablaðinu 3.mars 2021