UM PROTIS

PROTIS er íslenskt vörumerki sem stofnað var árið 2015 með það markmið að þróa og markaðssetja hágæða heilsuvörur úr íslensku hráefni, aflað og unnið á sjálfbæran hátt.
Þrjár af upphaflegum vörum PROTIS eru nú á markaði sem heita Kollagen, Liðir og Eftir æfingu (áður Úthald).

Rannsóknir og þróun

PROTIS byggir á áralöngum rannsóknum og þróunarvinnu á nýtingu fiskiprótína sem unnin var af Matís, Háskóla Íslands og fleiri rannsóknarstofa undir handleiðslu stofnenda PROTIS, FISK Seafood á Sauðarkróki.

Sagan

Protis ehf., íslenskt líftæknifyrirtæki, sem sérhæfði sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski (Gadus morhua), svo kölluðu IceProtein® og afurðum sem innihalda IceProtein®. 

Fyrirtækið lagði áherslu á að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem leita eftir hágæða náttúrulegum vörum.


Upphaflega var fyrirtækið Iceprotein ehf. sett á laggirnar í framhaldi af rannsóknarverkefninu „Fiskprótein sem fæðubótarefni“ sem Matís ohf, áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, stóð að í samvinnu við nokkur sjávar- útvegsfyrirtæki. Iceprotein ehf. stundaði rannsóknir og þróaði IceProtein® tæknina ásamt því að hanna framleiðsluferla með það að markmiði að tryggja hámarksgæði PROTIS Fiskprótín varanna sem Protis ehf setti á markað í byrjun árs 2016.  

Þessar rannsóknir fóru fram í Verinu vísindagörðum á Sauðakróki, en þar voru sérhæfðar rannsóknastofur og tilraunaverksmiðja þar sem vísindamenn og frumkvöðlar í líftækni gátu þróað vörur og verkferla.


Árið 2021 festi fyrirtækið Kavita kaup á Protis ehf með það að markmiði að halda áfram uppbyggingu á vörumerkinu út frá því gæðastarfi sem vörumerkið og vörurnar eru sprottnar úr.
Þrjár af upphaflegum vörum PROTIS eru nú á markaði sem heita Kollagen, Liðir og Eftir æfingu (áður Úthald).  Framleiðslan á vörum PROTIS fer nú fram hjá Foodsmart Nordic sem staðsett er á norðvesturlandi. Þar er lögð áhersla á að byggja á þeim framleiðsluaðferðum sem hafa verið þróaðar undanfarin ár sem eru í sífelldri framþróun til að hámarka gæði á vörunum.


Markmið Kavita er að færa Íslendingum fjölbreytt úrval af hágæða fæðubótaefnum.

Vörurnar eru nú fáanlegar í öllum helstu matvöruverslunum og apótekum um land allt og á www.protis.is

Staðsetning

PROTIS / Kavita ehf

Húnabraut 33,
540 Blönduós
Iceland