Liðir

Magnesíumrík fiskprótínblanda með C-vítamíni.

LIÐIR

4.150kr.

Liðir er kollagenrík formúla sem kalla má undraefni fyrir liði, brjósk og bein.  Það sem gerir vöruna einstaka er  innihaldsefnið  sæbjúgnaextract sem er unnið úr skráp villtra sæbjúgna sem eru veidd í hafinu við Ísland. 

Formúlan er sérþróuð  sem stuðningur við þá sem vilja bæta heilsu liða, brjósks og beina. Formúlan inniheldur einnig   vatnsrofið þorskprótín fyrir viðhald vöðva og önnur mikilvæg efni fyrir heilbrigði brjósk og beina.

Liðir er með viðbættu C-vítamíni sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski, D-vítamíni
sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina þar sem það stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi og mangani sem er nauðsynlegt við myndun á brjóski og liðvökva. Túrmerik er svo ákaflega ríkt af jurtanæringarefninu curcumin. 

Liðir inniheldur Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate. Þar að auki er skrápurinn mjög næringarríkur og inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði og járni. Sæbjúgu eru oft kölluð Ginseng hafsins vegna þess að þau innihalda lífvirka efnið sapónín

Notkunarleiðbeiningar

4 hylki á dag tekin inn með mat eða vatnsglasi eða samkvæmt ráðleggingum læknis.

Innihaldsefni

SeaCur® (blanda af extrakti úr íslenskum sæbjúgum, vatnsrofnu íslensku þorskprótíni og maldódextríni úr kartöflum), túrmerik, C-vítamín (askorbínsýra), D3-vítamín (kólekalsíferól) og mangan (mangan glúkónat). Hylkin eru úr jurtabeðmi.

Innihaldslýsing & ítarupplýsingar

Hvert glas inniheldur120
Innihald í dagskammti4 hylki
SeaCur®1.800 mg
Túrmerik100 mg
C-vítamín40 mg
D3-vítamín200 IU
Mangan1 mg
Geymsla:Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymist þar sem börn hvorki ná né sjá til.
Ofnæmi:Inniheldur fiskprótín.