UM PROTIS
PROTIS er íslenskt vörumerki sem sérhæfir sig í að þróa og markaðssetja hágæða heilsuvörur með áherslu á sjálfbær íslensk hráefni.
Sagan
Uppruni PROTIS vörumerkisins er rannsóknar-og þróunarvinna á nýtingu fiskiprótína, sem hófst hjá fyrirtækinu Iceprotein ehf., í samstarfi við Háskóla Íslands, Matís og FISK Seafood.
Rannsókna- og þróunarstarfið fór fram í vísindagarði á Sauðarkróki, þar sem sérhæfðar rannsóknarstofur og tilraunaverksmiðja reyndust kjörið umhverfi til að þróa vörur og verkferla.
Í byrjun árs 2016 komu fyrstu vörurnar á markað undir vörumerkinu PROTIS.
Árið 2021 festi fyrirtækið Kavita kaup á PROTIS með þá framtíðarsýn að halda áfram uppbyggingu á vörumerkinu út frá því gæðastarfi sem vörumerkið og vörurnar eru sprottnar úr.
Í dag eru tvær af upphaflegu vörum PROTIS, Kollagen og PROTIS Liðir fáanlegar á markaði.
Samstarfsaðilar Kavita ehf. í framleiðslu á PROTIS vörunum eru meðal annars; Foodsmart Nordic ehf. sem framleiðir hágæða kollagen og sæbjúgnaduft og Nordpro ehf. sem annast hylkjun og pökkun á vörulínunni.
Þá er Kavita ehf. í samstarfi við erlenda framleiðendur.
Markmið
Markmið Kavita ehf. er að bjóða upp á fjölbreytt úrval hágæða fæðubótarefna.
Vörur PROTIS eru fáanlegar í öllum helstu matvöruverslunum og apótekum um land allt, einnig er hægt að kaupa vörur á http://www.protis.is.
Staðsetning
PROTIS / Kavita ehf
Húnabraut 33,
540 Blönduós
Iceland