Sagan

Fyrirtækið Iceprotein ehf. var sett á laggirnar fyrir rúmum áratug í framhaldi af rannsóknarverkefninu Fiskprótein sem fæðubótarefni sem Matís ohf, áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, stóð að í samvinnu við nokkur sjávar- útvegsfyrirtæki.

Í Verinu eru sérhæfðar rannsóknastofur og tilraunaverksmiðja þar sem vísinda- menn og frumkvöðlar í líftækni geta þróað vörur og verkferla. Þar hefur Iceprotein ehf. stundað sínar rannsóknir og þróað IceProtein® tæknina ásamt því að hanna framleiðsluferla með það að markmiði að tryggja hámarksgæði Protis Fiskprótín varanna sem Protis ehf. framleiðir og setti á markað í byrjun árs 2016. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir fór fyrir þessari rannsóknar- og þróunarvinnu en hún starfaði hjá Iceprotein ehf. á tímabilinu 2013 til 2019 og hjá Protis ehf. frá stofnun félagsins til ársins 2019.