4.150kr.
Einstök formúla af hágæða innihaldsefnum fyrir þá sem stunda líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Þessi formúla á að auðvelda endurheimt eftir líkamlega áreynslu og draga úr þreytu í vöðvum.
Blandan inniheldur einungis þrjú virk efni sem eru öll sérvalin með endurheimt vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein®, íslenskt þorskprótín, náttúrulegt magnesíum sem er unnið úr hafinu og C-vítamín.
• IceProtein®: berst mun hraðar inn í blóðrásina samanborið við hefðbundið prótín þar sem það er vatnsrofið. Auðveldar upptöku annarra næringarefna og virkjar efnaskipti í vöðvum.
• Magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi, viðhaldi eðlilegra beina og því að draga úr þreytu og lúa.
• C-vítamín: stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins meðan á krefjandi líkamsæfingum stendur og að þeim loknum. C-vítamín stuðlar einnig að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa.
4 hylki á dag tekin inn með mat eða vatnsglasi eða samkvæmt ráðleggingum læknis.
Farið ekki fram úr ráðlögðum dagskammti.
Hvert glas inniheldur | 240 |
Innihald í dagskammti | 4 hylki |
IceProtein® | 500 mg |
Aquamin® Mg TG náttúrulegt magnesíum | 150 mg |
C-vítamín | 100 mg |
Geymsla: | Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi. Geymist þar sem börn hvorki ná né sjá til. |
Ofnæmi: | Inniheldur fiskprótín. |